Sex skilorðsbundnir mánuðir fyrir stórfellda líkamsárás við Paddy's Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:20 Árásin varð fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ. Vísir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Paddy's í Reykjanesbæ í október 2021. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþolanum, karlmanni á fimmtugsaldri, tvær milljónir króna í miskabætur. Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01