„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 9. maí 2023 10:00 Ingimar Helgi fagnar hér vel og innilega eftir aukaspyrnumark. Aðsend Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. „Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira