„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2023 21:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07