Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 20:59 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur ráðherra skylt að afturkalla veiðileyfi eftir svarta skýrslu um hvalveiðar. Vísir/Arnar Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar. Fjórðungur hátt í 150 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra liðu þjáningar í dauðastríði sínu þrátt fyrir að lög kveði á um að dýr skuli aflífuð hratt og sársaukalaust samkvæmt skýrslunni. Dæmi er tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, lýsti skýrslunni sem „kolsvartri“ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fólk myndi aldrei horfa upp á slíka meðferð með neinni annarri dýrategund. „Gætirðu ímyndað þér ef fólk hlypi hér um tún og væri að reyna að skutla einhverjum spjótum í kýr eða annað og kannski tækist í fjórðu umferð að ná henni dauðri. Við myndum aldrei sætta okkur við það,“ sagði Katrín. Ráðherra beri að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði skýrsluna vekja spurningar um framtíð hvalveiði í umræðum á Alþingi um skýrsluna í dag. Ekki væri þó hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta sumar. Leyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Katrín gaf lítið fyrir þessi svör ráðherrans. Það þyrfti hugrekki til þess að ganga skerfinu lengra og stöðva hvalveiðar strax í ljósi þess sem kæmi fram í skýrslunni. „Það er ekki í lagi að heimila veiðar beint ofan í svona skýrslu vegna þess að þá er tilgangurinn með eftirlitinu ansi hæpinn,“ sagði hún. Veiðileyfið væri háð skilyrðum um að farið væri eftir öllum reglum. Þær reglur kveði á um að nota þurfi búnað við veiðarnar sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Í skýrslunni segir að einn af hverjum fjórum hvölum sem voru veiddir hafi verið skotnir oftar en einu sinni. „Það er ljóst núna samkvæmt skýrslunni að það er ekki staðan. Þess vegna ber ráðherra, að mínu viti, að afturkalla leyfið,“ sagði lögmaðurinn. Stjórnsýsluleg meðvirkni Þrátt fyrir allt taldi Matvælastofnun í skýrslu sinni að ákvæði laga um velferð dýra hafi ekki verið brotin við hvalveiðarnar vegna þess að við þær hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt við aðstæður sem þessar. Katrín sagði þessa niðurstöðu stofnunarinnar stórundarlega. Alveg sé ljóst í dýravelferðarlögum sem flokkur Svandísar hafi haft frumkvæði að því að setja á sínum tíma að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Lögin eigi við um hvali sem önnur dýr. Það að Ísland stundi enn hvalveiðar, einna síðustu þjóða, gefi því ekki afsökun til þess að túlka lögin öðruvísi en orðanna hljóðan. „Ég veit að það er verið að búa til einhvern tíma til þess að láta leyfið bara renna út og leyfa kallinum sem er algerlega að farast úr frekju að veiða hérna í eitt tímabil í viðbót en það er bara alger óþarfi að það sé slík stjórnsýsluleg meðvirkni í þessu landi að það sé ekki hægt að grípa til ákveðinna aðgerða þegar lög eru skýrt brotin,“ sagði Katrín og vísaði óbeint til Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Fjórðungur hátt í 150 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra liðu þjáningar í dauðastríði sínu þrátt fyrir að lög kveði á um að dýr skuli aflífuð hratt og sársaukalaust samkvæmt skýrslunni. Dæmi er tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, lýsti skýrslunni sem „kolsvartri“ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fólk myndi aldrei horfa upp á slíka meðferð með neinni annarri dýrategund. „Gætirðu ímyndað þér ef fólk hlypi hér um tún og væri að reyna að skutla einhverjum spjótum í kýr eða annað og kannski tækist í fjórðu umferð að ná henni dauðri. Við myndum aldrei sætta okkur við það,“ sagði Katrín. Ráðherra beri að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði skýrsluna vekja spurningar um framtíð hvalveiði í umræðum á Alþingi um skýrsluna í dag. Ekki væri þó hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta sumar. Leyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Katrín gaf lítið fyrir þessi svör ráðherrans. Það þyrfti hugrekki til þess að ganga skerfinu lengra og stöðva hvalveiðar strax í ljósi þess sem kæmi fram í skýrslunni. „Það er ekki í lagi að heimila veiðar beint ofan í svona skýrslu vegna þess að þá er tilgangurinn með eftirlitinu ansi hæpinn,“ sagði hún. Veiðileyfið væri háð skilyrðum um að farið væri eftir öllum reglum. Þær reglur kveði á um að nota þurfi búnað við veiðarnar sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Í skýrslunni segir að einn af hverjum fjórum hvölum sem voru veiddir hafi verið skotnir oftar en einu sinni. „Það er ljóst núna samkvæmt skýrslunni að það er ekki staðan. Þess vegna ber ráðherra, að mínu viti, að afturkalla leyfið,“ sagði lögmaðurinn. Stjórnsýsluleg meðvirkni Þrátt fyrir allt taldi Matvælastofnun í skýrslu sinni að ákvæði laga um velferð dýra hafi ekki verið brotin við hvalveiðarnar vegna þess að við þær hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt við aðstæður sem þessar. Katrín sagði þessa niðurstöðu stofnunarinnar stórundarlega. Alveg sé ljóst í dýravelferðarlögum sem flokkur Svandísar hafi haft frumkvæði að því að setja á sínum tíma að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Lögin eigi við um hvali sem önnur dýr. Það að Ísland stundi enn hvalveiðar, einna síðustu þjóða, gefi því ekki afsökun til þess að túlka lögin öðruvísi en orðanna hljóðan. „Ég veit að það er verið að búa til einhvern tíma til þess að láta leyfið bara renna út og leyfa kallinum sem er algerlega að farast úr frekju að veiða hérna í eitt tímabil í viðbót en það er bara alger óþarfi að það sé slík stjórnsýsluleg meðvirkni í þessu landi að það sé ekki hægt að grípa til ákveðinna aðgerða þegar lög eru skýrt brotin,“ sagði Katrín og vísaði óbeint til Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30