Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 20:29 Icelandair flutti metfjölda farþega í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira