Sýndarveruleiki útilokar íslensk fyrirtæki Steinar Sveinsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun