Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 18:00 Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar