Rifta samningi við verktaka vegna nýs Kársnesskóla Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2023 06:23 Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs segja galla vera á unnu verki verktakans og þá hafi verktakinn ekki sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar á verksamningi við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher vegna byggingar nýs Kársnesskóla. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Morgunblaðið segir frá málinu en þar segir að myglusveppur hafi fundist í byggingunni og að nýir gluggar hafi lekið. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að lagt hafi verið til að samningnum yrði rift þar sem gallar á verki verktakans hafi komið í ljós og sömuleiðis hafi hann ekki sinnt fullnægandi úrbótum, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Það sé markmið að framkvæmdum ljúki á fyrri hluta næsta árs, en upphaflega gerðu áætlanir ráð fyrir að kennsla hæfist í hinu nýja húsi næsta haust. Gert er ráð fyrir að í hinum nýja skóla verði samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund og aðstöðu fyrir tómstundastarf og tónlistarnám. Teikningar af nýjum Kársnesskóla. Byggingin mun hýsa leikskóla og grunnskólanemendur á fyrsta skólastigi.Batteríið Mygla greindist í Kársnesskóla við Skólagerði árið 2017 og var að lokum ráðist í að rífa skólann rúmu ári síðar. Starfsemi skólans var þá flutt í húsnæði Kársnesskóla við Vallargerði en árið 2019 greindist sömuleiðis mygla þar. Rizzani de Eccher átti lægsta tilboðið í útboði vegna byggingu nýs skóla árið 2021, nokkru undir kostnaðaráætlun. Væntingar fara þverrandi Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt sé að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í byggingu nýs Kársnesskóla. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Arnar „Undirrituð telja að Kópavogsbær geti ekki lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka Kársnesskóla. Ítrekaðar áskoranir til verktakans um að koma verkinu á réttan kjöl hafa ekki borið árangur og væntingar um að verkið klárist með fullnægjandi hætti undir stjórn hans fara þverrandi. Óhjákvæmilegt er því að heimilað verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að koma verkinu í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Riftun gæti haft í for með sér röskun Átta bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vina Kópavogs greiddu atkvæði með riftun, en tveir fulltrúar Pírata og Samfylkingarinnar sátu hjá. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi atkvæði gegn. Í bókun fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar vegna afgreiðslu málsins segir að riftun geti haft í för með sér umtalsverða röskun á byggingu nýs Kársnesskóla. „Bæði geta orðið tafir á verkinu auk þess sem kostnaður mun að öllum líkindum aukast, enda er líklegt að dýrara sé að fá aðra verktaka til verksins. Þá hafa verktakaskipti almennt neikvæð áhrif á ábyrgð á gæðum verksins, sem verður óskýrari eftir því sem fleiri koma að því. Verktaki hefur í samskiptum sínum við Kópavogsbæ haldið fram vanefndum bæjarins og gert kröfu um framlengingu á verktíma og bætur vegna þess. Undirritaðar telja mikilvægt að leita allra leiða til þess að ná samningum við núverandi verktaka um að ljúka verkinu,“ segir í bókuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Byggingariðnaður Tengdar fréttir Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir. 13. október 2022 16:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Morgunblaðið segir frá málinu en þar segir að myglusveppur hafi fundist í byggingunni og að nýir gluggar hafi lekið. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að lagt hafi verið til að samningnum yrði rift þar sem gallar á verki verktakans hafi komið í ljós og sömuleiðis hafi hann ekki sinnt fullnægandi úrbótum, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Það sé markmið að framkvæmdum ljúki á fyrri hluta næsta árs, en upphaflega gerðu áætlanir ráð fyrir að kennsla hæfist í hinu nýja húsi næsta haust. Gert er ráð fyrir að í hinum nýja skóla verði samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund og aðstöðu fyrir tómstundastarf og tónlistarnám. Teikningar af nýjum Kársnesskóla. Byggingin mun hýsa leikskóla og grunnskólanemendur á fyrsta skólastigi.Batteríið Mygla greindist í Kársnesskóla við Skólagerði árið 2017 og var að lokum ráðist í að rífa skólann rúmu ári síðar. Starfsemi skólans var þá flutt í húsnæði Kársnesskóla við Vallargerði en árið 2019 greindist sömuleiðis mygla þar. Rizzani de Eccher átti lægsta tilboðið í útboði vegna byggingu nýs skóla árið 2021, nokkru undir kostnaðaráætlun. Væntingar fara þverrandi Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt sé að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í byggingu nýs Kársnesskóla. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Arnar „Undirrituð telja að Kópavogsbær geti ekki lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka Kársnesskóla. Ítrekaðar áskoranir til verktakans um að koma verkinu á réttan kjöl hafa ekki borið árangur og væntingar um að verkið klárist með fullnægjandi hætti undir stjórn hans fara þverrandi. Óhjákvæmilegt er því að heimilað verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að koma verkinu í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Riftun gæti haft í for með sér röskun Átta bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vina Kópavogs greiddu atkvæði með riftun, en tveir fulltrúar Pírata og Samfylkingarinnar sátu hjá. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi atkvæði gegn. Í bókun fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar vegna afgreiðslu málsins segir að riftun geti haft í för með sér umtalsverða röskun á byggingu nýs Kársnesskóla. „Bæði geta orðið tafir á verkinu auk þess sem kostnaður mun að öllum líkindum aukast, enda er líklegt að dýrara sé að fá aðra verktaka til verksins. Þá hafa verktakaskipti almennt neikvæð áhrif á ábyrgð á gæðum verksins, sem verður óskýrari eftir því sem fleiri koma að því. Verktaki hefur í samskiptum sínum við Kópavogsbæ haldið fram vanefndum bæjarins og gert kröfu um framlengingu á verktíma og bætur vegna þess. Undirritaðar telja mikilvægt að leita allra leiða til þess að ná samningum við núverandi verktaka um að ljúka verkinu,“ segir í bókuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Byggingariðnaður Tengdar fréttir Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir. 13. október 2022 16:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir. 13. október 2022 16:45