Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2023 07:51 Stokkönd á flugi. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. Matvælastofnun greindi frá því í gær að niðurstöður lægju nú fyrir eftir rannsóknir á fuglunum í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í gær. Þar segir að fuglaflensan sem greindist í stokköndinni sé fyrsta greining á skæðri fuglaflensu í ár. Hætta á smiti frá villtum fuglum í alifugla sé álitin vera töluverð og því mikilvægt að allir sem haldi alifugla gæti ýtrustu smitvarna. Fyrirskipun ráðherra frá mars á síðasta ári sé enn í gildi. Óútskýrður ritudauði Ennfremur segir að frá því fyrir síðustu helgi hafi Matvælastofnun borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur og um eina dauða grágæs vestast á Seltjarnarnesi. Fullorðin rita er blágrá á baki og vængjum, með svarta vængbrodda en að öðru leyti hvít. Getty „Tilkynningar bárust sama dag einnig um fjölda veikra og dauðra rita í Keflavík. Síðan þá hafa daglega borist tilkynningar um fjölda dauðra rita við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á stærra svæði vestanvert á Reykjanesi. Aðspurt segist fólk ekki sjá veikindi í öðrum fuglategundum og ekki heldur dauða fugla af öðrum tegundum á þessum slóðum. Á báðum stöðum voru tekin sýni, en ekki fundust fuglaflensuveirur í þeim samkvæmt niðurstöðum sem bárust frá Keldum í gær. Sýni var einnig tekið úr grágæsinni sem fannst fyrir helgi á Seltjarnarnesi og fuglaflensa greindist ekki heldur í henni. Það er því óljóst hvað veldur þessum skyndilega mikla dauða, en málið er í rannsókn og frekari sýni verða tekin. Matvælastofnun biður almenning áfram um að upplýsa stofnunina um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er í ritum er æskilegt að fá tilkynningu ef aðrar tegundir en ritur finnast, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða í mismunandi fuglategundum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að niðurstöður lægju nú fyrir eftir rannsóknir á fuglunum í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í gær. Þar segir að fuglaflensan sem greindist í stokköndinni sé fyrsta greining á skæðri fuglaflensu í ár. Hætta á smiti frá villtum fuglum í alifugla sé álitin vera töluverð og því mikilvægt að allir sem haldi alifugla gæti ýtrustu smitvarna. Fyrirskipun ráðherra frá mars á síðasta ári sé enn í gildi. Óútskýrður ritudauði Ennfremur segir að frá því fyrir síðustu helgi hafi Matvælastofnun borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur og um eina dauða grágæs vestast á Seltjarnarnesi. Fullorðin rita er blágrá á baki og vængjum, með svarta vængbrodda en að öðru leyti hvít. Getty „Tilkynningar bárust sama dag einnig um fjölda veikra og dauðra rita í Keflavík. Síðan þá hafa daglega borist tilkynningar um fjölda dauðra rita við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á stærra svæði vestanvert á Reykjanesi. Aðspurt segist fólk ekki sjá veikindi í öðrum fuglategundum og ekki heldur dauða fugla af öðrum tegundum á þessum slóðum. Á báðum stöðum voru tekin sýni, en ekki fundust fuglaflensuveirur í þeim samkvæmt niðurstöðum sem bárust frá Keldum í gær. Sýni var einnig tekið úr grágæsinni sem fannst fyrir helgi á Seltjarnarnesi og fuglaflensa greindist ekki heldur í henni. Það er því óljóst hvað veldur þessum skyndilega mikla dauða, en málið er í rannsókn og frekari sýni verða tekin. Matvælastofnun biður almenning áfram um að upplýsa stofnunina um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er í ritum er æskilegt að fá tilkynningu ef aðrar tegundir en ritur finnast, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða í mismunandi fuglategundum,“ segir á vef Matvælastofnunar.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira