Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. maí 2023 12:20 Silja telur að dómurinn muni ekki hafa mjög mikil áhrif á fylgið til skamms tíma litið. Stjórnarráðið Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. „Það er óhjákvæmilegt að andstæðingar bæði utan flokks og innan munu nota þetta til þess að reyna að draga úr trúverðugleika Trump og sannfæra kjósendur um að hann sé ekki ákjósanlegur frambjóðandi,“ segir Silja Bára um dóminn sem féll í gær í New York fylki. Trump tapaði einkamáli fyrir E. Jean Carroll fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar. Carroll hefur sakað Trump hafi nauðgað sér í mátunarklefa í stórverslun árið 1996 en hann hefur sakað hana um lygar. Málið var höfðað á grundvelli lagaheimildar sem gildir í eitt ár, þar sem opnað fyrir málshöfðunarheimildir í fyrndum kynferðisafbrotamálum, á grundvelli þess að hið opinbera hafi brugðist þolendum. Frambjóðendur noti málið Meira en hálft ár er í forval Repúblíkanaflokksins en kosningabaráttan er fyrir löngu hafin. Trump hefur yfirburðafylgi samkvæmt skoðanakönnunum, yfirleitt á bilinu 40 til 60 prósent. En aðeins fjórir aðrir flokksmenn hafa tilkynnt um framboð og beðið er ákvörðunar frá stórlöxum eins og Mike Pence, Liz Cheney og Ron DeSantis. Liz Cheney er þegar byrjuð að ráðast á Trump í auglýsingum.EPA Silja bendir á að Cheney, hafi keyrt auglýsingar í gær í fylkinu New Hampshire þar sem dregið var úr trúverðugleika Donald Trump. New Hampshire er eitt af fyrstu fylkjunum til að kjósa og því skipta úrslit þar höfuðmáli. Auglýsingarnar voru hins vegar birtar áður en að niðurstaða kynferðisbrotamálsins lágu fyrir og því ekki vísað til þess. Hún gerir þó fastlega ráð fyrir því að aðrir frambjóðendur vísi til málsins með beinum hætti. Opinberu málin stærri Donald Trump hefur þegar sagt að kynferðisbrotamálinu verði áfrýjað til hærri dómstóls. En honum er gert að greiða 690 milljónir króna í bætur. Trump og lögmenn hans munu hafa nóg annað að gera því saksóknarar hafa höfðað opinber mál á hendur honum. Meðal þeirra er ákæra í New York fylki fyrir skjalafals og mútugreiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir kosningarnar árið 2016. Einnig er viðbúið að hann verði ákærður fyrir að hafa reynt að snúa kosningunni í Georgíu fylki árið 2020. Sem og þátt sinn í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021. Trump og lögmenn hans munu hafa nóg að gera á komandi mánuðum.EPA Silja telur að hin opinberu mál geti haft víðtækari áhrif en kynferðisbrotamálið. Líklegast myndu fleiri bregðast við þeim, bæði innan flokks og utan. Þau myndu þó ekki hafa áhrif á möguleika hans til þess að bjóða sig fram. Kjósa Trump með óbragð í munni Aðspurð um áhrif kynferðisbrotamálsins á fylgið segist Silja ekki eiga von á því að það hafi áhrif til skamms tíma. Ómögulegt sé að spá fyrir hvað gerist í kosningunum sjálfum, eftir eitt og hálft ár. „Þetta nærir málflutning Trump um að hann sé einn gegn kerfinu. Að allir séu á móti honum og hann sé fulltrúi almúgans. Margir af hans stuðningsmönnum munu taka þetta mál sem staðfestingu á því,“ segir hún. Rifjar hún upp þegar Axis Hollywood upptökurnar voru birtar í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þar sem heyra mátti Trump hreykja sér af því að grípa í klof kvenna. Silja segir að eftir sem á leið virtist sem umræðan í kringum þessa hegðun hafi verið eins og að skvetta vatni á gæs. Carroll eftir uppkvaðninguna í New York í gær.EPA „Almennt séð standa kjósendur í Bandaríkjunum með sínum flokki,“ segir Silja. „Þó að margir myndu kjósa Trump með óbragð í munni held ég að þeir myndu samt kjósa Repúblíkanaflokkinn. Það er mjög stórt skref að hætta að kjósa flokkinn sem þú hefur alltaf stutt.“ Bent hefur verið á að óflokksbundnum sé að fjölga í Bandaríkjunum en Silja segir það ekki endilega merki um að óákveðnum sé að fjölga. Óflokksbundnir séu ekki endilega fljótandi fylgi. „Það er sagt í Bandaríkjunum að frambjóðendur velji sér kjósendur en ekki öfugt,“ segir hún. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. 9. maí 2023 19:16 „Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. 26. apríl 2023 23:02 Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
„Það er óhjákvæmilegt að andstæðingar bæði utan flokks og innan munu nota þetta til þess að reyna að draga úr trúverðugleika Trump og sannfæra kjósendur um að hann sé ekki ákjósanlegur frambjóðandi,“ segir Silja Bára um dóminn sem féll í gær í New York fylki. Trump tapaði einkamáli fyrir E. Jean Carroll fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar. Carroll hefur sakað Trump hafi nauðgað sér í mátunarklefa í stórverslun árið 1996 en hann hefur sakað hana um lygar. Málið var höfðað á grundvelli lagaheimildar sem gildir í eitt ár, þar sem opnað fyrir málshöfðunarheimildir í fyrndum kynferðisafbrotamálum, á grundvelli þess að hið opinbera hafi brugðist þolendum. Frambjóðendur noti málið Meira en hálft ár er í forval Repúblíkanaflokksins en kosningabaráttan er fyrir löngu hafin. Trump hefur yfirburðafylgi samkvæmt skoðanakönnunum, yfirleitt á bilinu 40 til 60 prósent. En aðeins fjórir aðrir flokksmenn hafa tilkynnt um framboð og beðið er ákvörðunar frá stórlöxum eins og Mike Pence, Liz Cheney og Ron DeSantis. Liz Cheney er þegar byrjuð að ráðast á Trump í auglýsingum.EPA Silja bendir á að Cheney, hafi keyrt auglýsingar í gær í fylkinu New Hampshire þar sem dregið var úr trúverðugleika Donald Trump. New Hampshire er eitt af fyrstu fylkjunum til að kjósa og því skipta úrslit þar höfuðmáli. Auglýsingarnar voru hins vegar birtar áður en að niðurstaða kynferðisbrotamálsins lágu fyrir og því ekki vísað til þess. Hún gerir þó fastlega ráð fyrir því að aðrir frambjóðendur vísi til málsins með beinum hætti. Opinberu málin stærri Donald Trump hefur þegar sagt að kynferðisbrotamálinu verði áfrýjað til hærri dómstóls. En honum er gert að greiða 690 milljónir króna í bætur. Trump og lögmenn hans munu hafa nóg annað að gera því saksóknarar hafa höfðað opinber mál á hendur honum. Meðal þeirra er ákæra í New York fylki fyrir skjalafals og mútugreiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir kosningarnar árið 2016. Einnig er viðbúið að hann verði ákærður fyrir að hafa reynt að snúa kosningunni í Georgíu fylki árið 2020. Sem og þátt sinn í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021. Trump og lögmenn hans munu hafa nóg að gera á komandi mánuðum.EPA Silja telur að hin opinberu mál geti haft víðtækari áhrif en kynferðisbrotamálið. Líklegast myndu fleiri bregðast við þeim, bæði innan flokks og utan. Þau myndu þó ekki hafa áhrif á möguleika hans til þess að bjóða sig fram. Kjósa Trump með óbragð í munni Aðspurð um áhrif kynferðisbrotamálsins á fylgið segist Silja ekki eiga von á því að það hafi áhrif til skamms tíma. Ómögulegt sé að spá fyrir hvað gerist í kosningunum sjálfum, eftir eitt og hálft ár. „Þetta nærir málflutning Trump um að hann sé einn gegn kerfinu. Að allir séu á móti honum og hann sé fulltrúi almúgans. Margir af hans stuðningsmönnum munu taka þetta mál sem staðfestingu á því,“ segir hún. Rifjar hún upp þegar Axis Hollywood upptökurnar voru birtar í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þar sem heyra mátti Trump hreykja sér af því að grípa í klof kvenna. Silja segir að eftir sem á leið virtist sem umræðan í kringum þessa hegðun hafi verið eins og að skvetta vatni á gæs. Carroll eftir uppkvaðninguna í New York í gær.EPA „Almennt séð standa kjósendur í Bandaríkjunum með sínum flokki,“ segir Silja. „Þó að margir myndu kjósa Trump með óbragð í munni held ég að þeir myndu samt kjósa Repúblíkanaflokkinn. Það er mjög stórt skref að hætta að kjósa flokkinn sem þú hefur alltaf stutt.“ Bent hefur verið á að óflokksbundnum sé að fjölga í Bandaríkjunum en Silja segir það ekki endilega merki um að óákveðnum sé að fjölga. Óflokksbundnir séu ekki endilega fljótandi fylgi. „Það er sagt í Bandaríkjunum að frambjóðendur velji sér kjósendur en ekki öfugt,“ segir hún.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. 9. maí 2023 19:16 „Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. 26. apríl 2023 23:02 Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. 9. maí 2023 19:16
„Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. 26. apríl 2023 23:02
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56