Loka þurfi MS í þrjú ár vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 13:29 Fram kom á fundi fjárlaganefndar í morgun að loka þurfi Menntaskólanum við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Vísir/Vilhelm Fram kom á fundi fjárlaganefndar með mennta- og barnamálaráðherra í morgun að loka þurfi byggingum Menntaskólans við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Þingmaður Pírata sem situr í nefndinni segir áætlaðan kostnað við framkvæmdirnar nema um þremur til fimm milljörðum króna. „Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira