Íslenski boltinn

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Þungavigtin skrifar
Valsarar voru áberandi í fyrstu sex umferðum Bestu deildarinnar.
Valsarar voru áberandi í fyrstu sex umferðum Bestu deildarinnar. Vísir/Diego

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Lið fjórðungsins var þannig skipað.

  • Mark: Fredrik Schram [Valur] 
  • Vörn: Birkir Már Sævarsson [Valur], Oliver Ekroth [Víkingur], Ívar Örn Jónsson [KA] og Logi Tómasson [Víkingur].
  • Miðja: Gísli Eyjólfsson [Breiðablik], Fred Saraiva [Fram] og Aron Jóhannson [Valur].
  • Sókn: Örvar Eggertsson [HK], Stefán Ingi Sigurðarson [Breiðablik] og Adam Ægir Pálsson [Valur].

Oliver Ekroth var valinn besti leikmaður fyrsta fjórðungs og Hlynur Freyr valinn besti ungi leikmaðurinn. Þá var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, valinn besti þjálfari.

Einnig völdu þeir lið sem samanstóð af mönnum sem hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi móts. Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var valinn veikasti hlekkurinn en hann ver ekki blöðru að mati Kristjáns Óla.

Klippa: Þungavigtin: Árni Snær er veiki hlekkurinn fyrsta fjórðungs

Hægt er að hlusta á allan þáttinn á þungavigtin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×