Söfn, sjálfbærni og vellíðan Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun