„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2023 23:01 Björgvin Páll hefur mætt Ungverjalandi oftar en góðu hófi gegnir. Vísir/Vilhelm „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira