Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 16:02 Pixel Fold is er fyrsti langlokusími Google. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær. Google Tækni Gervigreind Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær.
Google Tækni Gervigreind Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent