Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 11. maí 2023 18:31 Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun