Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. maí 2023 23:09 Samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn í Bandaríkjunum mega nú gefa blóð að því gefnu að þeir uppfylli ákveðin skilyrði. AP/Lindsey Shuey Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf. Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18