Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. maí 2023 17:01 Björn Berg Bryde var talsvert sáttari eftir leik dagsins en hann var hér á þessari mynd. Vísir/Hulda Margrét Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01