„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 19:25 „Markmiðið er að fylla Austurvöll", segir Ragnar Þór Ingólfsson sem hyggst standa fyrir fleiri mótmælum næstu daga. Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll. Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson
Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels