„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. maí 2023 18:41 Arnar Grétarsson var sáttur með sína menn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. „Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ KA Valur Besta deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
„Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“
KA Valur Besta deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira