Að berjast við vindmyllur Hólmfríður Árnadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 15. maí 2023 08:30 Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Að kjörnir fulltrúar ríkis og sveitarfélaga leyfi sér að fara fram með villandi upplýsingar og sögusagnir að vopni þegar kemur að málefnum þessara hópa er algjörlega óboðlegt. Kjörnum fulltrúum ber að kynna sér málin faglega og ræða út frá staðreyndum. Enda starfa þeir eftir lögum og siðareglum kjörinna fulltrúa og eiga að gæta háttvísi og almannahagsmuna í hvívetna. Einnig ber okkur samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, (nr. 116/2012) að stuðla að samfélagi þar sem öll geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Innan þessa lagaramma kemur auk þess skýrt fram að upplýsingum um málefni innflytjenda skal miðlað án fordóma. Málflutningur sem byggir á upplýsingaóreiðu gagnvart minnihlutahópum sem þurfa oftar en ekki að berjast fyrir sinni tilvist getur haft slæmar afleiðingar í för með sér og jafnvel ýtt undir frekari fordóma og neikvæða þjóðernishyggju í samfélaginu. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni hér á Suðurnesjum en það er til fyrirmyndar hvernig Reykjanesbær, og þær stofnanir sem hér eru, hafa staðið að móttöku flóttafólks og innflytjenda almennt, öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Enda hrekur forsvarsfólk bæjarfélagsins og stofnana þessar flökkusögur auðveldlega með staðreyndum og þekkingu sinni á málefninu. Þá er sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki og fólki í leit að alþjóðlegri vernd sífellt að fjölga sem er mikið réttlætismál þegar kemur að móttöku þessara hópa. Nú þegar innflytjendur eru um 30% íbúa hér á Suðurnesjum er enn ríkari ástæða til að gera vel og vinna áfram að inngildingu og samlögun okkar allra, í því felst mikill menningarauður. Okkur ber samfélagsleg skylda til að taka vel á móti og hlúa að öllu því fólki sem hingað kemur og bjóða það velkomið í okkar samfélag. Það er fullkomlega eðlilegt að það taki fólk tíma að kynnast og samlagast íslenskri menningu, sérstaklega hjá fólki sem hefur alist upp á fjarlægum slóðum. Sum hafa jafnvel aldrei séð sundlaug og það er gott að hafa í huga að sundlaugamenningar eru ólíkar eftir því hvar þú ert í heiminum og svona mætti lengi telja. Okkar hlutverk er að sýna fólki af erlendum uppruna þolinmæði og umburðarlyndi, þannig hjálpum við því að kynnast gildum íslensks samfélags. Það er gott að hugsa hvernig við viljum láta koma fram við okkur þegar við flytjum erlendis. Ekki viljum við að neikvætt fordómafullt viðmót mæti okkar unga fólki sem fer erlendis í nám, sem skiptinemar eða einfaldlega til að prófa eitthvað nýtt. Hvað þá þeim hópi sem flyst búferlum í von um betri tíð í öðru landi. Þegar upp er staðið erum við ekkert ólík öðrum, við erum fjölbreytt flóra fólks með allskonar langanir, áhugamál og styrkleika alveg eins og hver annar jarðarbúi. Heimsmyndin er breytt og það hefur gerst á ógnarhraða. Það er ekki langt síðan við eyjaskeggjar lengst norður í Atlantshafi vorum einsleitt samfélag en í dag erum við fjölmenningarsamfélag þar sem ólík menning þrífst og sú fjölbreytni hefur glætt íslenskt samfélag enn meira lífi og auðgað íslenska menningu. Oft finnst okkur sem stöndum fyrir upplýstri umræðu eins og við séum að berjast við vindmyllur knúnar af útlendingaandúð, hræðslu, vanþekkingu og fordómum. Það verður að stíga næstu skref svo hægt sé að skapa málefnalega og upplýsta umræðu byggða á faglegri þekkingu. Við þurfum rannsóknir á málefnum fólks af erlendum uppruna og við þurfum að hlusta á sérfræðinga og fólk með þekkingu og reynslu af því að vera innflytjendur eða flóttafólk. Það er skýlaus krafa að kjörnir fulltrúar og auðvitað við öll byggjum málflutning okkar á staðreyndum, rannsóknum og sérfræðiþekkingu. Stöndum saman og verndum viðkvæma hópa sem hingað koma í leit að friði, skjóli og mannsæmandi lífi. Hjálpumst að við að gera daga þeirra bærilega þrátt fyrir áföll, sárar minningar og söknuð til heimalands, ættingja, vina og heimilis. Fræðum unga fólkið okkar um mismunandi menningarheima, sýnum gott fordæmi og komum fram eins og við viljum láta koma fram við okkur. Hólmfríður er menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Linda er félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Að kjörnir fulltrúar ríkis og sveitarfélaga leyfi sér að fara fram með villandi upplýsingar og sögusagnir að vopni þegar kemur að málefnum þessara hópa er algjörlega óboðlegt. Kjörnum fulltrúum ber að kynna sér málin faglega og ræða út frá staðreyndum. Enda starfa þeir eftir lögum og siðareglum kjörinna fulltrúa og eiga að gæta háttvísi og almannahagsmuna í hvívetna. Einnig ber okkur samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, (nr. 116/2012) að stuðla að samfélagi þar sem öll geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Innan þessa lagaramma kemur auk þess skýrt fram að upplýsingum um málefni innflytjenda skal miðlað án fordóma. Málflutningur sem byggir á upplýsingaóreiðu gagnvart minnihlutahópum sem þurfa oftar en ekki að berjast fyrir sinni tilvist getur haft slæmar afleiðingar í för með sér og jafnvel ýtt undir frekari fordóma og neikvæða þjóðernishyggju í samfélaginu. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni hér á Suðurnesjum en það er til fyrirmyndar hvernig Reykjanesbær, og þær stofnanir sem hér eru, hafa staðið að móttöku flóttafólks og innflytjenda almennt, öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Enda hrekur forsvarsfólk bæjarfélagsins og stofnana þessar flökkusögur auðveldlega með staðreyndum og þekkingu sinni á málefninu. Þá er sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki og fólki í leit að alþjóðlegri vernd sífellt að fjölga sem er mikið réttlætismál þegar kemur að móttöku þessara hópa. Nú þegar innflytjendur eru um 30% íbúa hér á Suðurnesjum er enn ríkari ástæða til að gera vel og vinna áfram að inngildingu og samlögun okkar allra, í því felst mikill menningarauður. Okkur ber samfélagsleg skylda til að taka vel á móti og hlúa að öllu því fólki sem hingað kemur og bjóða það velkomið í okkar samfélag. Það er fullkomlega eðlilegt að það taki fólk tíma að kynnast og samlagast íslenskri menningu, sérstaklega hjá fólki sem hefur alist upp á fjarlægum slóðum. Sum hafa jafnvel aldrei séð sundlaug og það er gott að hafa í huga að sundlaugamenningar eru ólíkar eftir því hvar þú ert í heiminum og svona mætti lengi telja. Okkar hlutverk er að sýna fólki af erlendum uppruna þolinmæði og umburðarlyndi, þannig hjálpum við því að kynnast gildum íslensks samfélags. Það er gott að hugsa hvernig við viljum láta koma fram við okkur þegar við flytjum erlendis. Ekki viljum við að neikvætt fordómafullt viðmót mæti okkar unga fólki sem fer erlendis í nám, sem skiptinemar eða einfaldlega til að prófa eitthvað nýtt. Hvað þá þeim hópi sem flyst búferlum í von um betri tíð í öðru landi. Þegar upp er staðið erum við ekkert ólík öðrum, við erum fjölbreytt flóra fólks með allskonar langanir, áhugamál og styrkleika alveg eins og hver annar jarðarbúi. Heimsmyndin er breytt og það hefur gerst á ógnarhraða. Það er ekki langt síðan við eyjaskeggjar lengst norður í Atlantshafi vorum einsleitt samfélag en í dag erum við fjölmenningarsamfélag þar sem ólík menning þrífst og sú fjölbreytni hefur glætt íslenskt samfélag enn meira lífi og auðgað íslenska menningu. Oft finnst okkur sem stöndum fyrir upplýstri umræðu eins og við séum að berjast við vindmyllur knúnar af útlendingaandúð, hræðslu, vanþekkingu og fordómum. Það verður að stíga næstu skref svo hægt sé að skapa málefnalega og upplýsta umræðu byggða á faglegri þekkingu. Við þurfum rannsóknir á málefnum fólks af erlendum uppruna og við þurfum að hlusta á sérfræðinga og fólk með þekkingu og reynslu af því að vera innflytjendur eða flóttafólk. Það er skýlaus krafa að kjörnir fulltrúar og auðvitað við öll byggjum málflutning okkar á staðreyndum, rannsóknum og sérfræðiþekkingu. Stöndum saman og verndum viðkvæma hópa sem hingað koma í leit að friði, skjóli og mannsæmandi lífi. Hjálpumst að við að gera daga þeirra bærilega þrátt fyrir áföll, sárar minningar og söknuð til heimalands, ættingja, vina og heimilis. Fræðum unga fólkið okkar um mismunandi menningarheima, sýnum gott fordæmi og komum fram eins og við viljum láta koma fram við okkur. Hólmfríður er menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Linda er félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags VG á Suðurnesjum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar