Til hamingju Ísland, með safnafólkið Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2023 07:01 Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun