Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 19:15 Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla segir það hafa komið á óvart þegar undanþágunum vegna nemenda með fötlun var hafnað. Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar.
Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira