Mikið um meiðsli í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 19:00 Sigurður Ragnar nær ekki að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Vísir/Diego Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira