Endurkoma Paul Pogba til Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, hefur verið þyrnum stráð. Hann hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og fór tárvotur af velli í gær vegna meiðsla eftir að hafa loks fengið að byrja leik.
Paul Pogba was forced off with a muscle injury just 23 minutes into the first start of his season with Juventus pic.twitter.com/caDawzyVBQ
— DAZN Football (@DAZNFootball) May 15, 2023
Pogba samdi við Juventus síðasta sumar eftir að hafa spilað með Manchester United frá árinu 2016. Hann var mikið meiddur síðustu mánuði sína í Englandi og eltu meiðslin hann til Ítalíu. Miðvallarleikmaðurinn franski hafði nær ekkert komið við sögu og alltaf virtist koma bakslag í meiðsli hans.
Loksins kom tækifærið í byrjunarliði Juventus þegar liðið tók á móti Cremonese í Serie A á sunnudag. Hann meiddist hins vegar á læri í fyrri hálfleik og var tekinn af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.
Talið er að meiðslin haldi Pogba frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo en þá verður keppni í ítölsku úrvalsdeildinni lokið sem og í Evrópudeildinni þar sem Juventus er í undanúrslitum.
Paul Pogba's Juventus NIGHTMARE continues! pic.twitter.com/DISiubjp74
— MailOnline Sport (@MailSport) May 15, 2023
Segja má að um martraðarendurkomu sé að ræða en Pogba hefur aðeins spilað 159 mínútur á leiktíðinni.