Fótbolti

Tíma­bilið sem aldrei fór af stað hjá Pogba er nú lokið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.
Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images

Endurkoma Paul Pogba til Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, hefur verið þyrnum stráð. Hann hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og fór tárvotur af velli í gær vegna meiðsla eftir að hafa loks fengið að byrja leik.

Endurkoma Paul Pogba til Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, hefur verið þyrnum stráð. Hann hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og fór tárvotur af velli í gær vegna meiðsla eftir að hafa loks fengið að byrja leik.

Pogba samdi við Juventus síðasta sumar eftir að hafa spilað með Manchester United frá árinu 2016. Hann var mikið meiddur síðustu mánuði sína í Englandi og eltu meiðslin hann til Ítalíu. Miðvallarleikmaðurinn franski hafði nær ekkert komið við sögu og alltaf virtist koma bakslag í meiðsli hans.

Loksins kom tækifærið í byrjunarliði Juventus þegar liðið tók á móti Cremonese í Serie A á sunnudag. Hann meiddist hins vegar á læri í fyrri hálfleik og var tekinn af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.

Talið er að meiðslin haldi Pogba frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo en þá verður keppni í ítölsku úrvalsdeildinni lokið sem og í Evrópudeildinni þar sem Juventus er í undanúrslitum.

Segja má að um martraðarendurkomu sé að ræða en Pogba hefur aðeins spilað 159 mínútur á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×