Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 08:49 Rudy Giuliani var persónulegur lögmaður Donalds Trump og áður borgarstjóri New York. AP/Mary Altaffer Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira