Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 10:36 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir almenning ekki vera í hættu vegna þeirra netárása sem nú standa yfir. Aðsend Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. „Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
„Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira