GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 17:05 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg. Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg.
Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti