Á von á mörgum sólardögum í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. maí 2023 18:14 Miðað við langtímaspá má gera ráð fyrir svona stemningu í sumar. vísir/vilhelm Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum. „Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Sjá meira
„Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Sjá meira