Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 10:55 Áhorfendur í þingsal í Raleigh í Norður-Karólínu í gær. Á svölunum voru bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins. AP/Chris Seward Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56