Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 10:55 Áhorfendur í þingsal í Raleigh í Norður-Karólínu í gær. Á svölunum voru bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins. AP/Chris Seward Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56