Talið víst að Jens Garðar verði næsti framkvæmdastjóri SA Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2023 12:12 Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða, er sagður efstur á lista yfir arftaka Halldórs Benjamíns sem framkvæmdastjóri SA. Víst er að hans bíður erfitt viðfangsefni sem er að ná samningum við ósátta verkalýðshreyfingu. Vísir/Sigurjón Samkvæmt heimildum Vísis er talið næsta víst að Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf. verði fyrir valinu sem næsti framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikið er undir. Hringurinn er tekinn að þrengjast, um hópinn sem til greina hefur komið sem arftakar Halldórs Benjamíns Þorbergssonar sem framkvæmdastjóri. Eftir því sem Vísir kemst næst er Jens Garðar sá sem helst kemur til greina. Mikil spenna ríkir um það hver muni veljast til starfans en fyrir dyrum standa afar erfiðir kjarasamingar á markaði. Samið var til bráðabirgða um í desember á síðasta ári, til eins árs en mikil verðbólga hefur að miklu leyti eytt út ávinningi sem þeir samningar fólu í sér fyrir launamenn. Hugur er í verkalýðshreyfingunni en þegar er farið að vinna að langtímasamningi í erfiðu efnahagsástandi. Heimildin fjallaði nýverið um málið og þar var talið einsýnt að Jens Garðar yrði fyrir valinu. Hann væri kandídat fyrirtækja í sjávarútvegi sem væru sterk innan SA. Samkvæmt heimildum Vísis var ein þeirra sem var í þeim hópi sem komst svo langt að vera boðuð í viðtal Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Hún mun ekki vera lengur inni í myndinni. Þá er það fullyrt við Vísi að rætt hafi verið við Páll Ásgeir Guðmundsson fyrrverandi aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Efasemdir um að Jens Garðar sé rétti maðurinn í starfið Einn heimildarmanna Vísis taldi það ekki góðri lukku stýra að velja til starfans mann sem teldist innmúraður og innvígður Sjálfstæðismaður. Ekki síst í ljósi þess að það stefnir í afar harðar kjaraviðræður. Sá sem tekur við starfi framkvæmdastjóra yrði að kunna að stíga ölduna, með óbilgirni og einsýni yrði öllu steypt í bál og brand. Téður heimildarmaður leyfði sér að efast um að Jens Garðar væri heppilegur í ljósi starfa hans í sjókvíaeldinu. Það mál er afar umdeilt og ekki þá aðeins á mölinni heldur einnig fyrir austan og má í því sambandi nefna að meirihluti Seyðfirðingar hafa hafnað áformum um eldi í firðinum og gremst ef ganga á gegn þeim vilja. En þar hefur Jens blásið til sóknar. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær en Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, í rússneskri kosningu. Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf. Þetta fólk kemur inn í stjórn að loknu umsóknarferli og viðtölum þannig að ekki er almennilega ljóst hvað það hefur um ráðningu nýs framkvæmdastjóra að segja. Hringurinn þrengist hratt og örugglega Eyjólfur Árni segir í samtali við Vísi það ekki mjög heppilegt í ljósi stríðsins í Úkraínu að tala um rússneska kosningu en sagðist vissulega ánægður með ótvíræðan stuðning. Sagði það gefa vísbendingu um að hann og stjórnin nytu trausts innan samtakanna, til allra góðra verka. Eyjólfur segir spurður að ekki ver'o tilkynnt um arftaka Halldórs Benjamíns í dag eins og vænst hafði verið, boðaður stjórnarfundur í dag væri hefðbundinn og kosið í embætti. En liggur fyrir hver tekur við sem framkvæmdastjóri? „Við færumst nær því hratt og örugglega,“ segir Eyjólfur kíminn en hann vill ekki gefa of mikið upp, né heldur segja til um hvenær tilkynnt verður um nýjan framkvæmdastjóra. Eyjólfur segir að þá dagsetningu verði fyrst að gefa stjórn og framkvæmdastjórn áður en öðrum verður greint frá því. Þannig að ekki liggur fyrir hvenær nýr framkvæmdastjóri verður kynntur til sögunnar. Eyjólfur Árni segir það svo spurður að mikil ánægja hafi verið með störf Halldórs Benjamíns, en svona gangi þetta fyrir sig, fólk komi og fari. „Hann hefur átt afar farsælt starf hjá SA undanfarin sjö ár. Og við óskum honum velfarnaðar á nýjum stað.“ Ekki náðist í Jens Garðar í morgun til að inna hann eftir því hvort hann væri á leiðinni í Hús atvinnulífsins í Borgartúni. Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Vistaskipti Tengdar fréttir Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hringurinn er tekinn að þrengjast, um hópinn sem til greina hefur komið sem arftakar Halldórs Benjamíns Þorbergssonar sem framkvæmdastjóri. Eftir því sem Vísir kemst næst er Jens Garðar sá sem helst kemur til greina. Mikil spenna ríkir um það hver muni veljast til starfans en fyrir dyrum standa afar erfiðir kjarasamingar á markaði. Samið var til bráðabirgða um í desember á síðasta ári, til eins árs en mikil verðbólga hefur að miklu leyti eytt út ávinningi sem þeir samningar fólu í sér fyrir launamenn. Hugur er í verkalýðshreyfingunni en þegar er farið að vinna að langtímasamningi í erfiðu efnahagsástandi. Heimildin fjallaði nýverið um málið og þar var talið einsýnt að Jens Garðar yrði fyrir valinu. Hann væri kandídat fyrirtækja í sjávarútvegi sem væru sterk innan SA. Samkvæmt heimildum Vísis var ein þeirra sem var í þeim hópi sem komst svo langt að vera boðuð í viðtal Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Hún mun ekki vera lengur inni í myndinni. Þá er það fullyrt við Vísi að rætt hafi verið við Páll Ásgeir Guðmundsson fyrrverandi aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Efasemdir um að Jens Garðar sé rétti maðurinn í starfið Einn heimildarmanna Vísis taldi það ekki góðri lukku stýra að velja til starfans mann sem teldist innmúraður og innvígður Sjálfstæðismaður. Ekki síst í ljósi þess að það stefnir í afar harðar kjaraviðræður. Sá sem tekur við starfi framkvæmdastjóra yrði að kunna að stíga ölduna, með óbilgirni og einsýni yrði öllu steypt í bál og brand. Téður heimildarmaður leyfði sér að efast um að Jens Garðar væri heppilegur í ljósi starfa hans í sjókvíaeldinu. Það mál er afar umdeilt og ekki þá aðeins á mölinni heldur einnig fyrir austan og má í því sambandi nefna að meirihluti Seyðfirðingar hafa hafnað áformum um eldi í firðinum og gremst ef ganga á gegn þeim vilja. En þar hefur Jens blásið til sóknar. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær en Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, í rússneskri kosningu. Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf. Þetta fólk kemur inn í stjórn að loknu umsóknarferli og viðtölum þannig að ekki er almennilega ljóst hvað það hefur um ráðningu nýs framkvæmdastjóra að segja. Hringurinn þrengist hratt og örugglega Eyjólfur Árni segir í samtali við Vísi það ekki mjög heppilegt í ljósi stríðsins í Úkraínu að tala um rússneska kosningu en sagðist vissulega ánægður með ótvíræðan stuðning. Sagði það gefa vísbendingu um að hann og stjórnin nytu trausts innan samtakanna, til allra góðra verka. Eyjólfur segir spurður að ekki ver'o tilkynnt um arftaka Halldórs Benjamíns í dag eins og vænst hafði verið, boðaður stjórnarfundur í dag væri hefðbundinn og kosið í embætti. En liggur fyrir hver tekur við sem framkvæmdastjóri? „Við færumst nær því hratt og örugglega,“ segir Eyjólfur kíminn en hann vill ekki gefa of mikið upp, né heldur segja til um hvenær tilkynnt verður um nýjan framkvæmdastjóra. Eyjólfur segir að þá dagsetningu verði fyrst að gefa stjórn og framkvæmdastjórn áður en öðrum verður greint frá því. Þannig að ekki liggur fyrir hvenær nýr framkvæmdastjóri verður kynntur til sögunnar. Eyjólfur Árni segir það svo spurður að mikil ánægja hafi verið með störf Halldórs Benjamíns, en svona gangi þetta fyrir sig, fólk komi og fari. „Hann hefur átt afar farsælt starf hjá SA undanfarin sjö ár. Og við óskum honum velfarnaðar á nýjum stað.“ Ekki náðist í Jens Garðar í morgun til að inna hann eftir því hvort hann væri á leiðinni í Hús atvinnulífsins í Borgartúni.
Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Vistaskipti Tengdar fréttir Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47