Íslenski boltinn

Toppliðið fékk að kenna á banvænum skotfæti ní­tján ára Eyja­meyju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði tvö frábær mörk í sigri á Þrótti.
Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði tvö frábær mörk í sigri á Þrótti. S2 Sport

Eyjakonur bitu frá sér í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna þegar þær unnu 3-0 sigur á toppliði Þróttar.

Þróttur sat í toppsætinu fyrir umferðina en liðið úr Laugardalnum átti fá svör á Hásteinsvellinum.

Hin nítján ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum.

Það fyrra skoraði hún með skoti beint úr hornspyrnu strax á 6. mínútu en það síðara skoraði hún með geggjuðu skoti beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu.

Þóra Björg er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og nýtti sér vel vindinn í þessum tveimur frábærum mörkum.

Olga Sevcova kom ÍBV í 2-0 í millitíðinni eftir að hafa fengið stoðsendingu frá markverðinum Guðnýju Geirsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá þessi flottu mörk ÍBV liðsins.

Sigur ÍBV hjálpaði Þór/KA liðinu að komast á toppinn en hér fyrir neðan má sjá mörk norðankvenna í flottum 2-0 sigri á Breiðabliki.

Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði fyrra markið með frábæru skoti úr vítateignum eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Söndru Maríu Jessen.

Sandra María innsiglaði sjálf sigurinn í uppbótatíma eftir frábæran undirbúning hinnar átján ára gömlu Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá þessi mörk Þór/KA liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×