GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 14:01 Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“ Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“
Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti