Real Madríd vill þrjár stórstjörnur í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Þessir þrír eru orðaðir við Real Madríd. Getty Images/EPA Real Madríd stefnir á að sækja nokkur af stærstu nöfnum Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti