Íslenski boltinn

Lykil­maður Kefla­víkur frá næstu mánuði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nacho Heras í sigurleiknum á Keflavík í 1. umferð Bestu deildarinnar.
Nacho Heras í sigurleiknum á Keflavík í 1. umferð Bestu deildarinnar. Vísir/Diego

Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur í Bestu deild karla í knattspyrnu, verður frá næstu 2-3 mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 0-2 tapi liðsins gegn HK í síðustu umferð.

Þetta staðfesti Spánverjinn sjálfur á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að meiðslin muni halda honum frá keppni næstu 2-3 mánuðina. Hann fer í aðgerð á föstudag og mun eftir það einbeita sér að styðja við bakið á samherjum sínum.

Facebook-færsla Nacho.Facebook

Nacho Heras kom fyrst hingað til lands árið 2017 þegar hann gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Lék hann með liðinu í efstu deild og spilaði áfram með félaginu þó það hafi fallið um haustið. Árið 2019 samdi hann við Leikni Reykjavík og ári síðar gekk hann í raðir Keflavíkur. 

Alls hefur hann spilað 148 KSÍ-leiki hér á landi og skorað í þeim 17 mörk. Það er ljóst að Keflvíkingar munu sakna hans gríðarlega en liðið hefur ekki byrjað tímabilið vel. Eftir sjö umferðir situr Keflavík í 11. sæti með aðeins fjögur stig,  tveimur stigum frá öruggu sæti.


Tengdar fréttir

Mikið um meiðsli í Kefla­vík

Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×