Innlegg í sameiningarumræðu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund Oliver Einar Nordquist og Embla María Möller Atladóttir skrifa 17. maí 2023 22:30 Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar