Snorra hvergi að finna á lista helsta sérfæðings Dana: Þó eru þar tveir Íslendingar Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt í viðræðum við GOG en hann er ekki á blaði hjá danska handboltasérfræðingnum Bent Nyegaard Vísir/Samsett mynd Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard kemur með ansi óvænt og fróðlegt innlegg inn í umræðuna hver eigi að taka við danska meistaraliði GOG í handbolta. Hann setur fram lista yfir þá þrjá erlendu þjálfara sem hann telur henta GOG vel, tveir Íslendingar eru þar á blaði. GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty
Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01
Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05