Í fjórða skiptið sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst á einu stigi í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 15:00 Keyshawn Woods var hetja Stólanna og sýndi hvað hann er með sterkar taugar þegar hann setti niður fimm víti í röð á úrslitastundu þar sem þrjú í röð þegar fjórar sekúndur voru eftir. Woods átti erfitt með sig í leikslok eins og fleiri Stólar. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa unnið fimmta og síðasta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta með minnsta mun. Spennan í úrslitaeinvíginu gat ekki verið meiri. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira