Umfjöllun: ÍBV-FH 2-3 | Hádramatískur sigur gestanna Stefán Snær Ágústsson skrifar 22. maí 2023 21:00 FH-ingar fara sáttir heim í Hafnafjörð. Vísir/Diego FH vann sterkan sigur á ÍBV í 8. umferð Bestu deildar karla á gráu sumarkvöldi í Vestmannaeyjum á mánudagskvöldið. Heimamenn náðu forskotinu snemma en gestirnir voru ekki lengi að jafna og komast yfir. Heimamenn áttu sigurmöguleika þar til á lokamínútum en eftir að þeir misstu mann út af lá sigurmark FH í loftinu, sem kom grátlega nálægt leikslokum í uppbótartíma. ÍBV nær enn og aftur ekki að halda úti og fyrsti sigur FH á útivelli í sumar staðfestur, lokatölur 2-3 í Eyjum. Leikurinn hófst rólega en liðin tóku sér tíma í að meta andstæðinginn. Það sást greinilega að liðin voru mikið breytt og flæði boltans var ekki samfellt, en staða vallarins í Vestmannaeyjum var ekki beint til að ýta undir fallega fótboltaiðkun. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hermann Þór kom heimamönnum yfir úr fyrstu sókn leiksins. Langur bolti fram sem Adam Ægir í vörn FH náði ekki að ráða við. Hermann Þór tók gott hlaup, nýtti sér klaufaganginn og lagði boltann undir Sindra Kristinn í marki FH. Gestirnir úr Hafnarfirði voru ekki lengi að svara fyrir sig en uppúr fyrstu alvöru sókninni sinni fengu þeir hornspyrnu. Steven Lennon með frábæra fyrirgjöf og Gyrðir Hrafn stökk hátt og skoraði af öryggi framhjá týndum Guy Smit. Seinni hálfleikur fór hraðar af stað en bæði liðin sáu tækifæri til að taka yfir leikinn. Þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson, skipti Dwayne Atkinson inn á og setti aukinn kraft í sóknina. Leikurinn lifnaði við en það voru þó gestirnir í FH sem voru hættulegri. Sjö mínútum inn í seinni hálfleik endaði boltinn hjá Steven Lennon sem lagði hann á markaskorarann Gyrði Hrafn. Gyrðir lét vaða með föstu skoti sem upphaflega virtist ætla fram hjá en boltinn negldist í öxlina á Steven Lennon og skoppaði þaðan í markið. Þrátt fyrir yfirburðarmínútur gestanna voru heimamenn ekki lengi að jafna. Varamaðurinn Dwayne Atkinson lagði boltann á fyrirliðann Alex Frey sem kláraði snyrtilega í hornið. ÍBV að skora sitt annað mark úr sínu öðru skoti á markrammann og spennan að magnast. Bæði liðin voru sigurlíkleg, FH að beita skyndisóknum og ÍBV að leggjast í sókn. Spennan hlaut þó snöggan endi á 80. mínútu þegar Hermann Þór í liði ÍBV fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að slá út að leikmanni FH, Dani Hatakka. Afar umdeilt atvik og heimamenn nú einum manni færri. Eins og oft áður voru Eyjamenn komnir í stöðu upp við vegg að reyna verja sig á lokamínútum. Þrátt fyrir ágæta starfsreynslu í stöðunni náðu þeir aðeins að halda úti þar til á annarri mínútu uppbótartímans þegar Guy Smit í marki ÍBV varð fyrir þeirri óheppni að skora sjálfsmark. Frábær keyrsla hjá Haraldi Einari inn í teig ÍBV sem lagði boltann fyrir Davíð Snæ sem lét vaða. Boltinn skall í stöngina og í bakið á Guy Smit og í markið. Grátlegur endir fyrir heimamenn í jöfnum leik þar sem dómaraákvarðanir höfðu mikil áhrif, lokatölur 2-3. Af hverju vann FH? Gestirnir voru með fleiri vopn framarlega á vellinum og meiri gæði í leikmönnum sem sást á ögurstundu. Skyndisóknir FH voru alltaf hótandi en það voru föstu leikatriðin sem sköpuðu mesta hættu. FH vann nánast öll skallaeinvígin í leiknum. Leikplan þeirra var að nýta styrk sinn í loftinu gegn veikleika ÍBV í föstum leikatriðum, sem skilaði þeim mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Hættulegasti leikmaður vallarins var Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem skoraði fyrsta mark FH og lagði upp annað. Heimamenn áttu erfitt með að stöðva hann og var hann allsráðandi í loftinu. Honum til aðstoðar var Steven Lennon sem tók að sér liðsstjórnarhlutverkið og passaði að boltinn flæddi á milli manna. Davið Snær Jóhannsson var hættulegur á hægri kantinum að kötta inn á vinstri fót og skapa færi. Í heimaliðinu var fyrirliðinn Alex Freyr stöðugur og hélt boltanum vel. Felix Örn Friðriksson var kröftugur með vinstri og með góðar fyrirgjafir. Einnig var Elvis Okello sterkur í vörn þrátt fyrir að lið hans fékk á sig þrjú mörk. Hvað gekk illa? Völlurinn í Eyjum bauð ekki upp á mikið spil og var leikurinn heldur slabblegur og spilaður mestmegnis á miðjunni. Þetta olli því að ekki var mikið um færi en þó má ekki kvarta þegar fimm mörk eru skoruð í leik. ÍBV náði ekki að skapa markmöguleika í neinu almennilegu magni og voru svo opnir í föstum leikatriðum að þeir buðu upp á refsingu. Hvað gerist næst? FH-ingar fara sáttir heim til Hafnafjarðar með fyrstu þrjú útistig sumarsins í ferðatöskunni en þeir taka á móti HK í Krikanum á sunnudaginn. Heimamenn í ÍBV verða vonsviknir eftir að hafa misst mann útaf, fengið á sig sigurmark í uppbótartíma og enn og aftur misst niður forskotið í leik í sumar. Lærisveinar Heimis mega ekki vera lengi að sleikja sárin því þeir mæta í Grafarvoginn næstkomandi sunnudag til að spreyta sig gegn Fylki. Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV FH
FH vann sterkan sigur á ÍBV í 8. umferð Bestu deildar karla á gráu sumarkvöldi í Vestmannaeyjum á mánudagskvöldið. Heimamenn náðu forskotinu snemma en gestirnir voru ekki lengi að jafna og komast yfir. Heimamenn áttu sigurmöguleika þar til á lokamínútum en eftir að þeir misstu mann út af lá sigurmark FH í loftinu, sem kom grátlega nálægt leikslokum í uppbótartíma. ÍBV nær enn og aftur ekki að halda úti og fyrsti sigur FH á útivelli í sumar staðfestur, lokatölur 2-3 í Eyjum. Leikurinn hófst rólega en liðin tóku sér tíma í að meta andstæðinginn. Það sást greinilega að liðin voru mikið breytt og flæði boltans var ekki samfellt, en staða vallarins í Vestmannaeyjum var ekki beint til að ýta undir fallega fótboltaiðkun. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hermann Þór kom heimamönnum yfir úr fyrstu sókn leiksins. Langur bolti fram sem Adam Ægir í vörn FH náði ekki að ráða við. Hermann Þór tók gott hlaup, nýtti sér klaufaganginn og lagði boltann undir Sindra Kristinn í marki FH. Gestirnir úr Hafnarfirði voru ekki lengi að svara fyrir sig en uppúr fyrstu alvöru sókninni sinni fengu þeir hornspyrnu. Steven Lennon með frábæra fyrirgjöf og Gyrðir Hrafn stökk hátt og skoraði af öryggi framhjá týndum Guy Smit. Seinni hálfleikur fór hraðar af stað en bæði liðin sáu tækifæri til að taka yfir leikinn. Þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson, skipti Dwayne Atkinson inn á og setti aukinn kraft í sóknina. Leikurinn lifnaði við en það voru þó gestirnir í FH sem voru hættulegri. Sjö mínútum inn í seinni hálfleik endaði boltinn hjá Steven Lennon sem lagði hann á markaskorarann Gyrði Hrafn. Gyrðir lét vaða með föstu skoti sem upphaflega virtist ætla fram hjá en boltinn negldist í öxlina á Steven Lennon og skoppaði þaðan í markið. Þrátt fyrir yfirburðarmínútur gestanna voru heimamenn ekki lengi að jafna. Varamaðurinn Dwayne Atkinson lagði boltann á fyrirliðann Alex Frey sem kláraði snyrtilega í hornið. ÍBV að skora sitt annað mark úr sínu öðru skoti á markrammann og spennan að magnast. Bæði liðin voru sigurlíkleg, FH að beita skyndisóknum og ÍBV að leggjast í sókn. Spennan hlaut þó snöggan endi á 80. mínútu þegar Hermann Þór í liði ÍBV fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að slá út að leikmanni FH, Dani Hatakka. Afar umdeilt atvik og heimamenn nú einum manni færri. Eins og oft áður voru Eyjamenn komnir í stöðu upp við vegg að reyna verja sig á lokamínútum. Þrátt fyrir ágæta starfsreynslu í stöðunni náðu þeir aðeins að halda úti þar til á annarri mínútu uppbótartímans þegar Guy Smit í marki ÍBV varð fyrir þeirri óheppni að skora sjálfsmark. Frábær keyrsla hjá Haraldi Einari inn í teig ÍBV sem lagði boltann fyrir Davíð Snæ sem lét vaða. Boltinn skall í stöngina og í bakið á Guy Smit og í markið. Grátlegur endir fyrir heimamenn í jöfnum leik þar sem dómaraákvarðanir höfðu mikil áhrif, lokatölur 2-3. Af hverju vann FH? Gestirnir voru með fleiri vopn framarlega á vellinum og meiri gæði í leikmönnum sem sást á ögurstundu. Skyndisóknir FH voru alltaf hótandi en það voru föstu leikatriðin sem sköpuðu mesta hættu. FH vann nánast öll skallaeinvígin í leiknum. Leikplan þeirra var að nýta styrk sinn í loftinu gegn veikleika ÍBV í föstum leikatriðum, sem skilaði þeim mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Hættulegasti leikmaður vallarins var Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem skoraði fyrsta mark FH og lagði upp annað. Heimamenn áttu erfitt með að stöðva hann og var hann allsráðandi í loftinu. Honum til aðstoðar var Steven Lennon sem tók að sér liðsstjórnarhlutverkið og passaði að boltinn flæddi á milli manna. Davið Snær Jóhannsson var hættulegur á hægri kantinum að kötta inn á vinstri fót og skapa færi. Í heimaliðinu var fyrirliðinn Alex Freyr stöðugur og hélt boltanum vel. Felix Örn Friðriksson var kröftugur með vinstri og með góðar fyrirgjafir. Einnig var Elvis Okello sterkur í vörn þrátt fyrir að lið hans fékk á sig þrjú mörk. Hvað gekk illa? Völlurinn í Eyjum bauð ekki upp á mikið spil og var leikurinn heldur slabblegur og spilaður mestmegnis á miðjunni. Þetta olli því að ekki var mikið um færi en þó má ekki kvarta þegar fimm mörk eru skoruð í leik. ÍBV náði ekki að skapa markmöguleika í neinu almennilegu magni og voru svo opnir í föstum leikatriðum að þeir buðu upp á refsingu. Hvað gerist næst? FH-ingar fara sáttir heim til Hafnafjarðar með fyrstu þrjú útistig sumarsins í ferðatöskunni en þeir taka á móti HK í Krikanum á sunnudaginn. Heimamenn í ÍBV verða vonsviknir eftir að hafa misst mann útaf, fengið á sig sigurmark í uppbótartíma og enn og aftur misst niður forskotið í leik í sumar. Lærisveinar Heimis mega ekki vera lengi að sleikja sárin því þeir mæta í Grafarvoginn næstkomandi sunnudag til að spreyta sig gegn Fylki.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti