„Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu, fjölskyldu minnar vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2023 15:42 Fjölskyldan hennar Sigríðar er ástríðufull í stuðningi sínum við Tindastól. Sigríður er næstlengst til hægri og ber derhúfu sem merkt er Tindastól. Helgi Rafn Viggósson, stóri bróðir hennar og fyrirliði liðsins er fyrir miðju. Aðsend Sigríður Inga Viggósdóttir, stuðningsmaður Tindastóls í húð og hár, er í skýjunum með árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lyfti fyrsta Íslandsmeistarabikarnum eftir spennuþrunginn leik gærkvöldsins. Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“ Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“
Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49
Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit