Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:31 Kjartan Henry Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu. Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira
Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu.
Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira