Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 11:15 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við brottför hvalbátanna úr Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Egill Aðalsteinsson Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14
Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46