Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 11:15 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við brottför hvalbátanna úr Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Egill Aðalsteinsson Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14
Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46