Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. maí 2023 13:01 Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun