Að skilja engan eftir? Unnur Helga Óttarsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 20. maí 2023 15:00 Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árni Múli Jónasson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar