„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 20. maí 2023 21:04 Þórarinn Eyfjörð er varaformaður BSRB segir að verkfallsaðgerðir séu versta niðurstaða sem hægt sé að hugsa sér í samningaviðræðum. Vísir/Ívar Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira