Valgeir lék allan leikinn í liði Hacken um algjöran toppslag var að ræða þar sem Malmö situr á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar og Hacken í 2.sæti.
Even Hovland kom Hacken yfir með marki á 50.mínútu. Forysta sænsku meistaranna stóð hins vegar aðeins yfir í tæpar þrjár mínútur því að á 53.mínútu kom Stefano Vecchia boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir Malmö.
Benie Traore kom Hacken aftur yfir í leiknum með marki á 76.mínútu en sjálfsmark undir lok leiks frá Johan Hammar sá til þess að liðin skiptu með sér stigunum sem í boði voru.
Upp úr sauð í leiknum á 74. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Hacken þegar að Anders Christiansen braut harkalega á leikmanni Svíþjóðarmeistaranna.
Hann fékk aðeins gult spjald að launum, eitthvað sem Per-Mathias Högmo. þjálfari Valgeirs hjá Hacken var allt annað en sáttur með.
,,Þetta er skandall. Þetta á að vera rautt spjald," sagði Per í viðtali eftir leik þar sem atvikið var spilað fyrir hann í beinni útsendingu.
"Det är en skandal det där. Det där är rött kort"
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 21, 2023
Per-Mathias Högmo om Anders Christiansens tackling som resulterade i gult kort. pic.twitter.com/Pp5jRgoYRA
Eftir leik dagsins situr Malmö á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, sex stigum meira en Hacken sem situr í 2. sæti. Bæði lið hafa leikið níu leiki á þessum tímapunkti.