Sjálfsmark Arnórs Ingva gaf Elfsborg sigur gegn Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 19:15 Hákon Rafn stóð vaktina í marki Elfsborg þegar liðið vann Norrköping í dag. Twitter@IFElfsborg1904 Arnór Sigurðsson kom Norrköping yfir í Íslendingslag gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það dugði hins vegar ekki þar sem Elfsborg kom til baka og vann 2-1 sigur þar sem Arnór Ingvi Traustason setti boltann í eigið net. Þá vann Kalmar 1-0 útisigur. Það var fjöldi Íslendinga í eldlínunni í Svíþjóð í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tók á móti Elfsborg í dag. Hjá gestunum voru Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliðinu. Sveinn Aron fékk gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann braut á Arnóri Sig. Sá síðarnefndi hefndi sín þegar hann braut ísinn á 29. mínútu leiksins. Hann átti þá aukaspyrnu utan af kanti sem flaug yfir alla í vítateignum og endaði í horninu fjær. 1-0 IFK Norrköping mot Elfsborg! Arnór Sigurdsson med ett frisparksmål! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ulRG1aP25t— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Heimamenn héldu forystunni en þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jafnaði Elfsborg metin. Skömmu síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn fyrir Arnór Sigurðsson. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir hornspyrnu. Fyrirgjöfin fór af Arnóri Ingva og í netið sem kom gestunum 2-1 yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Repris på 2-1-målet. Bollen ser ut att ta på Arnór Traustason innan den når nät pic.twitter.com/Cx7YzAQh94— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn og fékk gult spjald í 1-0 útisigri Kalmar á Varnamo. Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig að loknum 9 umferðum. Norrköping er í 4. sæti með 17 stig og Kalmar í 6. sæti með 14 stig. Í úrvalsdeild kvenna gerði Rosengård 2-2 jafntefli á útivelli við Hammarby. Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Gestirnir brenndu af vítaspyrnu í uppbótartíma. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum. Hammarby er í 3. sæti með 19 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Það var fjöldi Íslendinga í eldlínunni í Svíþjóð í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tók á móti Elfsborg í dag. Hjá gestunum voru Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliðinu. Sveinn Aron fékk gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann braut á Arnóri Sig. Sá síðarnefndi hefndi sín þegar hann braut ísinn á 29. mínútu leiksins. Hann átti þá aukaspyrnu utan af kanti sem flaug yfir alla í vítateignum og endaði í horninu fjær. 1-0 IFK Norrköping mot Elfsborg! Arnór Sigurdsson med ett frisparksmål! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ulRG1aP25t— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Heimamenn héldu forystunni en þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jafnaði Elfsborg metin. Skömmu síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn fyrir Arnór Sigurðsson. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir hornspyrnu. Fyrirgjöfin fór af Arnóri Ingva og í netið sem kom gestunum 2-1 yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Repris på 2-1-målet. Bollen ser ut att ta på Arnór Traustason innan den når nät pic.twitter.com/Cx7YzAQh94— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn og fékk gult spjald í 1-0 útisigri Kalmar á Varnamo. Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig að loknum 9 umferðum. Norrköping er í 4. sæti með 17 stig og Kalmar í 6. sæti með 14 stig. Í úrvalsdeild kvenna gerði Rosengård 2-2 jafntefli á útivelli við Hammarby. Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Gestirnir brenndu af vítaspyrnu í uppbótartíma. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum. Hammarby er í 3. sæti með 19 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira