Rúnar Páll: Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2023 22:10 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Eftir að Fylkir hafði komist í 1-2 jöfnuðu Stjörnumenn með marki undir lokin. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var súr í leikslok. „Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
„Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira